Enginn „hittingur“ hjá prestum í ár

Engin prestastefna verður í ár.
Engin prestastefna verður í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur tilkynnt að fyrirhuguð prestastefna 2020, sem halda átti í Reykjavík dagana 28.-30. apríl, verði felld niður í ljósi kórónufaraldursins sem nú geisar og hugsanlegrar framlengingar á samkomubanninu. Því verður engin prestastefna haldin í ár og sú næsta verður að óbreyttu haldin 2021.

Prestastefnan er ævagömul í sögunni, hefur verið haldin allt frá 12. öld, eða í meira en 800 ár. Er því um að ræða eitt elsta samkomuhald Íslandssögunnar, að því er fram kemur í Morgunbaðinu í dag.

Um þetta má lesa í Biskupasögum fornsagnanna, segir sr. Hreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á Biskupsstofu. Voru stefnurnar haldnar meðfram Alþingi hinu forna á Þingvöllum. Fá eða engin dæmi eru um að prestar hafi þurft að fresta árlegum fundum sínum eins og nú hefur gerst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert