Greindum smitum fjölgaði um 45

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem sjúklingum með kórónuveiruna er …
Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem sjúklingum með kórónuveiruna er sinnt. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Fjöldi staðfestra smita af völdum kórónuveirunnar hérlendis er nú 1.364 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. Greindum smitum fjölgaði um 45 í gær en tölurnar sýna fjölda smita eftir gærdaginn.

Þetta er töluvert minni fjölgun en í gær þegar smitum fjölgaði um 99.

Tekin hafa verið 22.195 sýni. 1.051 er í einangrun, 44 eru á sjúkrahúsi og 12 á gjörgæslu. 309 er batnað, að því er kemur fram á covid.is.

Alls eru 6.300 í sóttkví og 10.289 hafa lokið sóttkví.

 1.006 smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu, 128 á Suðurlandi, 64 á Suðurnesjum, 37 á Norðurlandi eystra, 32 á Norðurlandi vestra, 27 á Vestfjörðum, 26 á Vesturlandi, 6 á Austurlandi og 38 eru óstaðsett.

Heilbrigðisstarfsmaður í hlífðarfatnaði.
Heilbrigðisstarfsmaður í hlífðarfatnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is