„Þá fáum við kannski átta“

Páll Matthíasson sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar að innkaup færu …
Páll Matthíasson sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar að innkaup færu fram á miklum hraða og yfirleitt utan hefðbundinna leiða. Ljósmynd/Lögreglan

Forstjóri Landspítalans segir mikla áskorun fylgja innkaupum á hvers kyns búnaði fyrir heilbrigðiskerfið um þessar mundir.

Páll Matthíasson sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar að innkaup færu fram á miklum hraða og yfirleitt utan hefðbundinna leiða, auk þess sem verið væri að kaupa búnað frá löndum sem venjulega væri ekki keypt frá.

Þá segir hann mikil yfirboð í gangi. Það gerðist gjarnan að varningur sem búið væri að kaupa skilaði sér aldrei vegna þess að einhver annar hefði yfirboðið og borgað meira.

Hins vegar væri Landspítalinn með allar klær úti og styddist við þá reglu að ef vantaði tíu stykki af einhverju væru 20 pöntuð. „Þá fáum við kannski átta.“

mbl.is