Blaðamannafundur vegna kórónuveiru

mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins í dag verður Sara Dögg Svanhildardóttir en hún smitaðist af nýju kórónaveirunni en er nú batnað. Æ fleiri bætast í hóp batnaðra og mun Sara Dögg miðla sinni upplifun.

 

mbl.is