Fá að vera styttra hjá fæðandi konu

Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa nú beint þeim tilmælum til fæðingarþjónustunnar að takmarka frekar viðveru aðstandenda fæðandi kvenna í fæðingarferlinu. Þannig er nú gert ráð fyrir að aðstandandi geti verið með hinni fæðandi konu í 1-2 klukkustundir fyrir fæðingu og 1-2 klukkustundir í kjölfar fæðingar.

Nánari upplýsingar er að finna hér

Umbuna öðrum starfsmönnum en æðstu stjórnendum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að fjórar deildir Landspítalans taki við sjúklingum með COVID-19 smit eða grun um slíkt.

„Aðrir koma til okkar í gegnum bráðamóttökuna. Alls hafa 22 sjúklingar þurft gjörgæslumeðferð. Jafnhliða sinnum við auðvitað stórum hópi annarra sjúklinga sem þurfa þjónustu okkar á hinum ýmsu deildum. Til að allt þetta geti orðið að veruleika hafa allir lagst á eitt, starfsfólk í framlínu, stjórnendur og gríðaröflug sveit starfsmanna í stoðþjónustu svo sem iðnaðarmenn, starfsmenn heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar, apóteks, eldhúss, þvottahúss og fleiri og fleiri. Þetta er samstillt átak allra starfsmanna og ég vil þakka ykkur innilega fyrir þolinmæði, þrautseigju og skilning á þessum ótrúlegu tímum.

Með þetta mikla álag í huga höfum við lagt fram hugmyndir að umbun til allra starfsmanna Landspítala, að æðstu stjórnendum undanskildum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna er almennt ákvæði til sérstakrar tímabundinnar umbunar sem er ætlað að mæta álagi eða viðbótarverkefnum og mér þykir einboðið að nú séu sannarlega uppi slíkar aðstæður hjá okkur og horfa þurfi til annarra en hefðbundinna upphæða í því tilliti,“ skrifar Páll í forstjórapistli sínum.

Það vakti að sjálfsögðu athygli að nú um mánaðamótin kom til framkvæmda að hluta til ákvörðun sem tekin var á haustmánuðum um að hætta greiðslum sérstaks vaktaálagsauka sem hópur hjúkrunarfræðinga hefur notið, segir Páll.

Tilraunaverkefni sem var nauðsyn vegna skorts á starfsfólki

„ Vaktaálagsaukinn og Hekluverkefnið eru ófjármögnuð verkefni sem Landspítali ákvað að greiða hjúkrunarfræðingum fyrir umfram kjarasamninga. Þetta voru tilraunaverkefni en líka að hluta nauðsynlegar aðgerðir í ljósi mikils skorts á þessu mikilvæga starfsfólki.  Í september síðastliðnum, þegar Landspítali stóð frammi fyrir umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum, var ákveðið að fella niður vaktaálagsaukann frá vori en halda Hekluverkefninu áfram þangað til samningar næðust .

Engan óraði þá fyrir þeirri stöðu sem við nú erum í heldur voru vonir bundnar við að samningum við hjúkrunarfræðinga væri lokið. Svo er ekki, sem í ljósi stöðunnar er afar óheppilegt enda skrifaði ég í vikunni, ásamt forstjórum hinna 9 opinberu heilbrigðistofnananna, heilbrigðisráðherra bréf þar sem við lýstum áhyggjum okkar af þessari stöðu. Það er áríðandi að samningsaðilar nái saman sem allra fyrst. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Páll ennfremur í pistli sínum.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert