Farið að bera á vöruskorti

Lára Samira Benjnough býr í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni.
Lára Samira Benjnough býr í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni.

Útgöngubannið er strangt í Frakklandi og segir Lára Samira Benjnough að herlögreglan gæti þess að fólk virði bannið. Lára hefur búið í Frakklandi undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni í Mið-Frakklandi þar sem þau framleiða meðal annars bjórinn Heima. 

AFP

„Það eru rétt tæpar þrjár vikur liðnar af útgöngubanninu hér í Frakklandi. Útgöngubannið er strangt. Allar samkomur eru bannaðar. Allar heimsóknir til vina og vandamanna eru bannaðar. Hér má ekki einu sinni fara í smá göngutúr út í skóg. Herlögreglan sér um að stoppa fólk og biður um að fá að sjá útivistarleyfið (eyðublað sem skal fyllt út fyrir hverja ferð sem maður fer út fyrir heimilið). Þeir sem eru stöðvaðir þurfa að svara fyrir af hverju þeir séu á ferli, hvað þeir hafi verið að versla og stundum er skoðað í skottin á bílunum til að sýna fram á að maður hafi verið að kaupa mat. Svo er maður vinsamlegast beðinn að vera ekki að versla á hverjum degi og gera vikuinnkaup. Háar sektir eru við því að vera ekki með leyfið á sér eða ef maður hefur verið að fara í margar styttri ferðir,“ skrifar Lára á Facebook.

Undanfarin sólarhring létst 441 af völdum kórónuveirunnar í Frakklandi og eru þetta færri en daginn áður er dauðsföllin voru 588. Alls eru 7.560 látnir í Frakklandi frá því farsóttin barst til landsins. Af þeim létust 5.532 á sjúkrahúsum. 

Allir þurfa að vera með sérstakt eyðublað sem sýnir hvers …
Allir þurfa að vera með sérstakt eyðublað sem sýnir hvers vegna viðkomandi er úti við. AFP

Hún segir að þegar farið sé í búð líði sér eins og hún sé stödd í miðjum þætti af Handmaid's Tale. „Engir horfast í augu; allir líta niður; engir tala saman. Allir passa sig á að halda tveggja metra fjarlægð. Rauðu kuflunum hefur þó verið skipt út fyrir andlitsgrímur og plasthanska. Það er frekar undarleg og óþægileg stemning í búðinni. Ég er alltaf að bíða eftir að einhver missi úr sér „Under His Eyes“. Það ætti alla vega vel við, því þótt allir horfi niður eru allir einhvern veginn að fylgjast með öllum,“ segir Lára. 

AFP

Erfitt er að kaupa í matinn, bæði eru biðraðir langar og margar vörur uppseldar. Farið er að skammta ákveðnar vörur, svo sem hveiti, egg, sykur, klósettpappír og beikon.

„Lífið er skrítið þessa dagana. Það er eins og maður lifi í einhverri búblu. Við höfum það þó í raun og veru alveg ágætt og erum einstaklega þakklát fyrir að búa í stóru húsi með ennþá stærri garði. Það er hægt að klifra upp á þök og í trjám, vinna í garðinum eða bara knúsa köttinn og hænurnar. Við erum þakklát fyrir nútímatækni sem gerir okkur kleift að „hitta“ vini og ættingja,“ segir Lára.

AFP
Fáir eru á ferli í Frakklandi enda strangt eftirlit með …
Fáir eru á ferli í Frakklandi enda strangt eftirlit með því að fólk fari að reglum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert