Fleiri fái fjarþjónustu sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar fagna nýjum möguleikum til fjarþjónustu við skjólstæðinga sína, en þykir miður hversu miklar skorður eru settar af hálfu Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin hefur samþykkt að þessa þjónustu megi veita skv. sérstakri gjaldskrá sem gefin hefur verið út.

Reglurnar eru þær að sjúkraþjálfarar megi sinna yfir netið fólki sem þarf þjálfun, sem ekki getur beðið, til dæmis í kjölfar slysa eða aðgerða og veita fræðslu og leiðbeiningar í myndviðtölum.

Sjúkraþjálfarar vilja aftur á móti að þjónustan nái einnig til ungmenna, fatlaðra og eldra fólks sem glímir við stoðkerfiseinkenni, færniskerðingu og fleira.

Samkvæmt heimild sóttvarnalæknis mega sjúkraþjálfarar í núverandi ástandi í þjóðfélaginu fá til sín fólk sem þarf færniþjálfun til dæmis eftir slys og sjúkrahúsþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert