Hundruð orlofshúsa auð um páska

Við Meðalfellsvatn. Stéttarfélögin eiga hundruð orlofshúsa og íbúða um allt …
Við Meðalfellsvatn. Stéttarfélögin eiga hundruð orlofshúsa og íbúða um allt land. Stærstu sumarhúsabyggðirnar eru á Suðurlandi og í Borgarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Flest stærstu stéttarfélög landsins hafa ákveðið að hafa sumarhús og sumarhúsabyggðir sínar lokuð um páskana og sum jafnvel fram í maí, vegna tilmæla heilbrigðisyfirvalda.

Hjá sumum félögum hefur ekki þurft að loka því félagsmenn hafa sjálfir afbókað vegna tilmæla heilbrigðisyfirvalda. Félagsmenn sem hafa borgað fá leigugjaldið endurgreitt.

Almannavarnir hafa áhyggjur af því að ferðalög fólks um páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfið, ekki síst ef fólk hópast í sumarhús á svæðum þar sem heilsugæsla er veik. Einnig að fólk gleymi sér í smitgát þegar það kemur í nýtt umhverfi og dvelur þar með öðru fólki.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Almannavarnir hafa áhyggjur af auknu álagi á heilbrigðiskerfið vegna hugsanlegra slysa í kjölfar mikillar umferðar um páskahelgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »