Miðlar upplifun af veirunni á fundinum í dag

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag mun Sara Dögg Svanhildardóttir, sem smitaðist af kórónuveirunni en hefur nú náð sér, miðla upplifun sinni.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Alma D. Möller landlæknir munu einnig fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, sem kórónuveiran veldur, hér á landi. Fundurinn hefst líkt og áður klukkan 14 og verður sýnt beint frá honum á mbl.is.

Fjöldi staðfestra smita af völd­um kór­ónu­veirunn­ar hér­lend­is er nú 1.364 sam­kvæmt nýj­ustu tölum á covid.is frá því í gær, en nýjar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Greindum smitum fjölgaði þá um 45 á milli daga, sem var töluvert minni fjölgun en daginn þar á undan.

Í gær höfðu samtals verið tekin 22.195 sýni. 1.051 er í ein­angr­un, 44 eru á sjúkra­húsi og 12 á gjör­gæslu. 309 er batnað, að því er kem­ur fram á covid.is.

Alls eru 6.300 í sótt­kví og 10.289 hafa lokið sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert