Ók á 125 km hraða þar sem hámarkshraði er 50

mbl.is/Eggert

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt fólust aðallega í því að hafa afskipti af ökumönnum sem annaðhvort voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna eða óku of hratt.

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi stöðvaði lögreglan í Kópavogi ökumann sem ók á 125 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. Var hann færður á lögreglustöð og síðan sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Um miðnætti í gær handtók lögreglan í Hafnarfirði konu grunaða um umferðaróhapp og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna eða lyfja. Var hún vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Engin slys urðu á fólki.

Þá voru höfð afskipti af ökumönnum bæði í miðbænum og í Árbænum vegna aksturs undir áhrifum og án gildra ökuréttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert