Safna matarforða og kaupa frystitæki

Hannes Brynjarsson, lagermaður hjá Elko í Lindum, við frystiskápana sem …
Hannes Brynjarsson, lagermaður hjá Elko í Lindum, við frystiskápana sem nú seljast eins og heitar lummur. mbl.is/Árni Sæberg

Í verslunum Elko seljast kælitæki, svo sem frystiskápar og -kistur, aldrei betur en nú. „Sennilegasta skýringin á þessu er sú að meðal fólks hafi vaknað sú tilfinning í núverandi ástandi að gott sé að eiga matarforða og nú vanti geymslur,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, í Morgunblaðinu í dag.

Sömuleiðis hefur sala á kolsýrutækjum sem notuð eru við að útbúa sódavatn aukist um meira en helming. Gestur telur að þar komi til að fólk sé orðið vant vatnstækjum af vinnustöðum sínum og vilji heimavinnandi geta gengið að sömu þægindum.

Vegna kórónuveirufaraldursins liggur vinna víða niðri auk þess sem margir eru í sóttkví. Þá vantar afþreyingu og margir hafa því síðustu daga keypt ný sjónvörp. Þá greina stjórnendur Elko aukna sölu á leikjatölvum sem og spjaldtölvum, sem hafa reynst þarfaþing eldra fólki á dvalarheimilum þar sem nú gildir heimsóknabann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert