Segja ólíðandi að borgarfulltrúi meirihlutans sitji í hæfnisnefnd

Fyrirtækið Faxaflóahafnir var stofnað árið 2005 og sinnir fjórum höfnum …
Fyrirtækið Faxaflóahafnir var stofnað árið 2005 og sinnir fjórum höfnum á svæðinu. Faxaflóahafnir byggjast á gömlum grunni, Reykjavíkurhöfn, en framkvæmdir hófust við þá höfn í miðbæ Reykjavíkur árið 1913.

Ágreiningur er innan stjórnar Faxaflóahafna um það hvernig staðið skuli að ráðningu nýs hafnarstjóra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru alfarið á móti því að í hæfnisnefnd skuli sitja fulltrúi meirihlutaflokkanna, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi, varaformaður stjórnar Faxaflóahafna.

Sem kunnugt er hefur Gísli Gíslason hafnarstjóri sagt starfi sínu lausu og hyggst hætta í haust. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna á miðvikudaginn voru lögð fram drög að auglýsingu, skipan hæfnisnefndar og ráðningarferli nýs hafnarstjóra.

Formaðurinn, Skúli Helgason, lagði til að honum yrði falið að auglýsa starfið og að ráðningarferlinu yrði fylgt eins og það liggur fyrir. Ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur mun hafa umsjón með ráðningarferlinu. Í hæfnisnefnd sitja auk Þórdísar Lóu þau Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður hjá Strategíu, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk.

Fram kemur í fundargerð að Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórninni, hafi gert athugasemdir við ráðningarferli nýs hafnarstjóra um að þar muni sitja í hæfisnefnd pólitískt kjörinn fulltrúi úr meirihluta borgarstjórnar. Mikilvægt sé að ráðningin sé hafin yfir alla pólitíska tortryggni. Til þess að svo verði þurfi ráðningin að vera fagleg og að henni komi utanaðkomandi óháðir sérfræðingar á sviði ráðningarmála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »