Staðfestum smitum fjölgar um 53

Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Fjöldi staðfestra smita af völd­um kór­ónu­veirunn­ar hér­lend­is er nú 1.417 sam­kvæmt nýj­ustu töl­um á covid.is. Greind­um smit­um fjölgaði um 53 í gær en töl­urn­ar sýna fjölda smita eft­ir gær­dag­inn.

Smitum daginn þar á undan fjölgaði um 45 sem var töluvert minna en um miðja vikuna þegar fjöldi smita fór upp um 99 á milli daga.

33 smit voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 20 hjá Íslenskri erfðagreiningu. En fyrirtækið hefur meðal annars verið með skimun í Vestmannaeyjum og tekið sýni úr 1.200 manna slembiúrtaki.

Tek­in hafa verið samtals 23.640 sýni. 1.017 er í ein­angr­un, 45 eru á sjúkra­húsi og 12 á gjör­gæslu. 396 er batnað, að því er kem­ur fram á covid.is.

Alls eru 5.275 í sótt­kví og 11.679 hafa lokið sótt­kví.

 mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir