Fimmta andlátið af völdum kórónuveirunnar

mbl.is/Sverrir

Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum kórónuveirunnar á Landspítalanum í Fossvogi í dag. Fréttablaðið greindi fyrst frá andlátinu. 

Sigurður Sverrisson var fæddur árið 1953 og er það bróðir hans sem greinir frá andlátinu á Facebook. 

„Það er með mikilli sorg í hjarta sem við í dag kveðjum ástkæran bróður. Það gerist núna svo skömmu eftir að við kvöddum okkar elsku mágkonu. Betri vini og félaga hef ég ekki getað hugsað mér. Megið þið hvíla í friði elsku Siggi bróðir og Mary Pat. Ykkar verður sárt saknað,“ segir í færslu á Facebook.

Þar kemur fram að eiginkona Sigurðar, Mary Pat, hafi látist 8. mars. 

Sigurður er fjórði einstaklingurinn sem deyr af völdum kórónuveirunnar á Landspítalanum en Ástrali lést á sjúkrahúsinu á Húsavík.

mbl.is