Getur aukið sýkingarhættu að hylja vit sín

Þórólfur bendir á að sóttvarnarstofnun Evrópu mæli ekki með að …
Þórólfur bendir á að sóttvarnarstofnun Evrópu mæli ekki með að almenningur hylji vit sín. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það geta veitt falskt öryggi að nota grímu fyrir vitin í þeirri von að verjast kórónuveirusmiti. Það geti jafnvel aukið sýkingarhættu að vera með grímu, klút eða trefil fyrir andlitinu. Hann fór yfir málið á fundi almannavarna í dag.

Hann vísaði til þess að í Bandaríkjunum hefði fólki verið sagt að hylja vit sín með einhverju en þegar væri farið að skoða ráðleggingarnar nánar þá væri talað um að þetta gæti verið hjálplegt í mannmergð þar sem ekki er hægt að framfylgja fjarlægðarreglunni.

Hann sagði það algjörlega ósannað að treflar eða klútar virkuðu til að koma í veg fyrir smit. Það gæti gefið falska öryggiskennd að notast við slíkt og jafnvel leitt til þess að fólk passaði sig síður og fylgdi ekki öðrum ráðleggingum um smitvarnir. Sóttvarnarstofnun Evrópu mælti ekki með því að almenningur notaði grímu eða annað fyrir vitin.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert