Hættir að aka um Úlfarsárdal

mbl.is/Sigurður Bogi

Mjög þung færð er í Úlfarsárdalnum þessa stundina og vagnstjórar á leið 18 hafa lent í töluverðum vandræðum í hverfinu. Dráttarbíll hefur í tvígang verið kallaður út til að aðstoða vagna sem festu sig. Leið 18 er því hætt að aka um Úlfarsárdal þar til annað verður tilkynnt.

Leiðin mun aka hjáleið um Víkurveg og Reynisvatnsveg á leið sinni til og frá Spönginni. 

Lokaðar biðstöðvar eru: Lambhagavegur/Reynisvatnsvegur, Lambhagavegur/Mímisbrunnur, Mímisbrunnur/Úlfarsbraut, Mímisbrunnur/Skyggnistorg, Skyggnisbraut, Úlfarsbraut og Fellsvegur, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert