Hafa náð að „halda opnu“

Snjóruðningur í Reykjavík gengur hægt en gengur þó.
Snjóruðningur í Reykjavík gengur hægt en gengur þó. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gengur hægt en þetta gengur,“ segir Halldór Þór Þórhallsson, eftirlitsmaður vetrarþjónustu, í samtali við mbl.is um snjóruðning í höfuðborginni í dag. Þar hefur snjóþungi verið mikill en Halldór segir að ruðningur hafi þó gengið vel og engar stórar umferðaræðar lokast vegna snjóþunga. „Við höfum náð að halda þessu opnu, nema á Skyggnisbraut við Úlfarsfell,“ segir Halldór og bætir við: „Það var allt kolófært þar.“

„Þetta er orðið gott“

Aðspurður segir Halldór að mannskapurinn hafi verið kallaður út klukkan sex í morgun og verið fram að hádegi, og svo hafi hann verið kallaður út aftur núna síðdegis klukkan hálffjögur. „Þeir verða fram á kvöld,“ segir hann en bendir á að nú eigi vonandi að fara að hlýna. „Það eru komnar 0,6 gráður í plús. Svo á að fara að rigna með kvöldinu. Vonandi fer þetta bara að verða búið. Þetta er orðið gott.“

Gríðarleg snjókoma hefur verið í Reykjavík í dag. Mynd úr …
Gríðarleg snjókoma hefur verið í Reykjavík í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert