Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð lokað

Kort/Vegagerðin

Í varúðarskyni hefur verið ákveðið að loka veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur kl. 19:00 í dag. Veðurstofan metur aukna snjóflóðahættu með kvöldinu. Athugað verður með opnun snemma í fyrramálið. Nánast allir vegir eru ófærir á Vestfjörðum.

Víða er mjög hvasst og blindbylur þar sem skefur á Vesturlandi. Ófært er á Svínadal og leiðin um Hafnarfjall er lokuð vegna veðurs.

Víða er stórhríð og vegir ófærir eða lokaðir á Norðurlandi og verður ástandið svipað í dag. Vegurinn um Vatnsskarð er lokaður vegna veðurs. Það sama á við um Þverárfjall og Öxnadalsheiði. Vonskuveður er á Norðausturlandi og helstu leiðir ófærar eða lokaðar og verða það í dag.

Fjarðarheiði er lokuð en stórhríð er á Fagradal og ekki ferðaveður og verður það þannig fram eftir degi. Verið er að opna veginn milli Reyðarfjarðar og Hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert