10 bakverðir um borð í þyrlu á leið á Vestfirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Bolungarvík á Vestfjörðum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Bolungarvík á Vestfjörðum. mbl.is/Árni Sæberg

Á sama tíma og daglegur blaðamannafundur Almannavarna vegna kórónuveirunnar hófst kl. 14:03 í dag tók þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Gró, á loft frá Reykjavíkurflugvelli. Áætlað er að hún lendi á flugvellinum á Ísafirði rúmlega 15 í dag. 

Um borð eru 10 heilbrigðisstarfsmenn sem hefja störf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Kalla þurfti á þá úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar til að sinna störfum þar. 

Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi er í ein­angr­un eða sótt­kví eftir að smit greindist þar. 

Frétt mbl.is 

Bakverðirnir eru 10 talsins sem starfa tímabundið á Vestfjörðum.
Bakverðirnir eru 10 talsins sem starfa tímabundið á Vestfjörðum. mbl.is/Árni Sæberg
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Gró flutti starfsfólkið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Gró flutti starfsfólkið. mbl.is/Árni Sæberg
Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir á Ísafirði rúmlega 15 í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir á Ísafirði rúmlega 15 í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir