Flaug með sýni í bakaleiðinni

Björn Brekkan flugstjóri á leið um borð.
Björn Brekkan flugstjóri á leið um borð. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ferð TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flaug á þriðja tímanum með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar, var vel nýtt en þyrlan flutti jafnframt veirupinna og grímur vestur. 

Ferðin var jafnframt nýtt til þess að sækja möguleg COVID-19-sýni sem fara í greiningu í Reykjavík, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Bolungarvík á Vestfjörðum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Bolungarvík á Vestfjörðum. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan tvö og lenti rúmri klukkustund síðar á flugvellinum á Ísafirði.

Hér má sjá myndband sem var tekið fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli, en Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, var einnig á staðnum. 

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug á þriðja tímanum með tíu úr …
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug á þriðja tímanum með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir