Smitum fjölgaði um 76

38 liggja á spítala, þar af 12 á gjörgæslu.
38 liggja á spítala, þar af 12 á gjörgæslu. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgaði um 76 síðastliðinn sólarhring og er heildarfjöldi staðfestra smita því orðinn 1.562.

Alls voru 867 sýni tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 1.619 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Jákvæð sýni voru 59 hjá Landspítalanum og 15 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

39% þeirra sem greindust voru í sóttkví.

38 liggja á spítala, þar af 12 á gjörgæslu. Sex eru látin.

Alls hafa 27.880 sýni verið tekin. 5.263 eru í sóttkví, 12.467 hafa lokið sóttkví og 460 hafa náð sér.

mbl.is