„Ekkert annað en heimilisofbeldi“

„Það er alveg ljóst að þegar andlát ber að með …
„Það er alveg ljóst að þegar andlát ber að með grunsamlegum hætti inni á heimili og grunur leikur á um að ofbeldi hafi verið beitt, þá er það ekkert annað en heimilisofbeldi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að lögreglunni hafi verið mjög brugðið þegar niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir vegna andláts konu á sextugsaldri sem fannst látin á heimili sínu í Sandgerði 28. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum mbl.is var þrengt að öndunarvegi konunnar.

Ættingi konunnar tilkynnti lát hennar að kvöldi 28. mars. Rann­sókn­ar­lög­reglumaður fór þegar ásamt lækni og presti á staðinn. Ekk­ert á vett­vangi benti til þess að eitt­hvað sak­næmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkra­stofn­un. 

Ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald liggur brátt fyrir

Sambýlismaður konunnar, sem er líka á sextugsaldri, var handtekinn um leið og niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir 1. apríl, en þar kom fram að sterk­ur grun­ur léki á að and­látið hefði borið að með sak­næm­um hætti. Rætt hefur verið við fleiri úr fjölskyldunni en einungis sambýlismaðurinn hefur réttarstöðu grunaðs manns. 

Hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald frá 1. apríl til 8. apríl. Maðurinn veitti ekki mótspyrnu við handtökuna samkvæmt heimildum mbl.is en úrskurðurinn var kærður. Lands­rétt­ur staðfesti úrskurðinn 3. apríl. Ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum verður tekin síðar í dag eða í fyrramálið og fer eftir því hvernig rannsókn málsins miðar að sögn Ólafs Helga sem fer fram „af fullum krafti“ að hans sögn. Meðal þess sem beðið er eftir er endanleg niðurstaða krufningarskýrslu. 

Ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir …
Ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum verður tekin síðar í dag eða í fyrramálið. Meðal þess sem beðið er eftir er endanleg niðurstaða krufningsskýrslu. mbl.is/Eggert

Mikið návígi leiði til óróa á heimilum

Ólafur Helgi segir ljóst að grunur leiki á heimilisofbeldi en segist ekki geta staðfest á þessu stigi málsins hvort þrengt hafi verið að öndunarvegi konunnar. „Það er alveg ljóst að þegar andlát ber að með grunsamlegum hætti inni á heimili og grunur leikur á um að ofbeldi hafi verið beitt, þá er það ekkert annað en heimilisofbeldi, alveg sama hvernig það hefur orðið til,“ segir hann. 

Rannsóknardeild lögreglunnar hefur annað andlát til rannsóknar þar sem grunur er um heimilisofbeldi. Sig­ríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Morg­unþætti Rás­ar 1 og 2 í morg­un allt benda til þess að þær hefðu verið fórn­ar­lömb heim­il­isof­beld­is.

Um það hef­ur verið fjallað í fjöl­miðlum og víðar að við aðstæður sem þess­ar auk­ist hætta á heim­il­isof­beldi tals­vert. Ólafur Helgi tekur undir það. „Það er áhyggjuefni lögreglunnar á Suðurnesjum að heimilisofbeldi kunni að aukast. Það má ætla að í því mikla návígi og samkomubanni sem gildir í dag kunni það að leiða til óróa á heimilunum,“ segir hann.

Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur ekki fjölgað í umdæminu, líkt og dæmi eru um á landsvísu, en Ólafur Helgi býst við að þeim komi til með að fjölga eftir því sem líður á samkomubannið. „Það kann að gerast síðar, nú eru páskarnir eftir. Núverandi ástand kallar á að heimilisofbeldi aukist en það hefur ekki sést fyrir utan þetta eina dæmi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert