Oddabrúin nýja opin

Leiðin er greið frá Odda og yfir nýju brúna á …
Leiðin er greið frá Odda og yfir nýju brúna á Þverá sem verður opnuð formlega þegar samkomubanni lýkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný 93 metra brú yfir Þverá í Rangárvallasýslu hefur nú verið opnuð fyrir umferð. Brúin tengir saman Oddahverfi á Rangárvöllum og svonefnda Bakkabæi sem eru um tíu talsins og sunnan við Þverá.

Bæir þessir eru í Rangárþingi ytra og brúin því innansveitarvegur og tenging innan sveitarfélags. Landfræðilega eru Bakkabæirnir þó í Landeyjunum sem eru hluti af Rangárþingi eystra. Hugsanleg skýring á tengslum Bakkabæja við Rangárvelli og Rangárþing ytra en ekki Landeyjar er að Þverá hafi fyrrum runnið sunnan við bæina en svo leitað í nýjan farveg.

Um þrjú ár eru síðan brúargerðin hófst, en verkið var tekið í áföngum og allra leiða til hagkvæmni leitað. Heildarkostnaður við verkið er 170 milljónir króna. Þar greiðir sveitarfélagið 50 milljónir en Vegagerðin 120 milljónir. Brúin er með timburgólfi og er einbreið í sparnaðarskyni. Er þó þannig hönnuð að lítið mál verður að breikka hana til dæmis ef umferð eykst eða aðrar aðstæður kalla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert