Snjór á höfuðborgarsvæðinu

Það er smá snjór í borginni. Mynd úr safni.
Það er smá snjór í borginni. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Nokkur snjókorn féllu á höfuðborgarsvæðinu í nótt og munu íbúar þar því vakna við hvíta jörð. Spár gera ráð fyrir einhverjum éljum í höfuðborginni fram undir hádegi en það léttir til síðdegis.

Það verður suðvestanátt og 10 til 18 m/s á landinu víðast hvar en hægara og léttskýjað austanlands. Hiti verður í kringum frostmark, hlýjast á Austurlandi.

Gengur síðan í vestan 10-18 austanlands, en hægara og léttir til suðvestanlands og kólnar smám saman.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert