Vetrarfærð og víða éljagangur

Hellisheiðin í morgunsárið.
Hellisheiðin í morgunsárið. Ljósmynd/vegagerðin

Snjóþekja er á höfuðborgarsvæðinu og einhver él geta fallið þar. Vetrarfærð er um sunnan- og vestanvert landið og víða éljagangur.

Á norðan- og austanverðu landinu er vetrarfærð á nokkrum fjallvegum en annars víðast greiðfært, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Snjóþekja og éljagangur er í uppsveitum Árnessýslu.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi í Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert