60 tilkynningar um heimilisofbeldi í mars

Það sem af er ári hafa borist 5% fleiri tilkynningar …
Það sem af er ári hafa borist 5% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls bárust 60 tilkynningar um heimilisofbeldi í mars og fjölgaði þeim milli mánaða. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins.

Þar segir að tilkynningar um heimilisofbeldi hafi verið innan útreiknaðra marka fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Það sem af er ári hafa borist 5% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þá var ákveðið að skoða sérstaklega fjölda barnaverndartilkynninga á landsvísu þar sem áhyggjur þar að lútandi hafa komið fram. Tölfræði Barnaverndarstofu miðast við fyrstu þrjá mánuði ársins, en þegar mars er skoðaður sérstaklega var hann ekki frábrugðinn mánuðunum á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert