Akstur strætó yfir páska

Stætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun flesta páskana.
Stætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun flesta páskana. mbl.is

Páskahátíðin sem gengur senn í garð hefur áhrif á akstur strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sjá nánar hér á vefsíðu strætó.

Á morgun skírdag eru allar leiðir samkvæmt sunnudagsáætlun. Undantekningin er sú að engin þjónusta verður á leiðum 58 og 82. Leið 89 sleppir ferðinni kl. 22:40 frá Miðstöð og kl. 23:03 frá Íþróttamiðstöðinni Sandgerði.

Á föstudaginn langa eru allar leiðir samkvæmt sunnudagsáætlun fyrir utan að engin þjónusta verður á leiðum 59 og 89.

Á laugardaginn 11. apríl verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Undantekning er leið 89 sem ekur samkvæmt sunnudagsáætlun og sleppir ferðinni kl. 22:40 frá Miðstöð og kl. 23:03 frá Íþróttamiðstöðinni Sandgerði.

Á páskadag sunnudaginn 12. apríl, aka allar leiðir samkvæmt sunnudagsáætlun fyrir utan leiðir 58, 59, 82 og 89.

Annar í páskum, mánudaginn 13. apríl. Allar leiðir aka samkvæmt sunnudagsáætlun.

Undantekning er leið 89 sem sleppir ferðinni kl. 22:40 frá Miðstöð og kl. 23:03 frá Íþróttamiðstöðinni Sandgerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert