Banaslys í miðbæ Reykjavíkur

Karlmaðurinn sem lést var á 28. aldursári.
Karlmaðurinn sem lést var á 28. aldursári. mbl.is

Karlmaður á þrítugsaldri lést í gærmorgun þegar hann féll til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er með banaslysið til rannsóknar. DV greindi fyrst frá slysinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi fundist mikið slasaður við hús í miðborginni í fyrrinótt og var fluttur á slysadeild. Hann lést á Landspítalanum um miðjan dag í gær. 

Talað verður við vitni til að komast að tildrögum slyssins en ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því með hvaða hætti maðurinn féll fram af húsinu. 

mbl.is