Breytingar á kosningalögum

Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi. Mynd/Skjáskot af vef Alþingis

Bráðabirgðabreytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands eru nú til skoðunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ef þær verða samþykktar munu forsetaframbjóðendur geta safnað meðmælum rafrænt.

Til þessa hafa frambjóðendur þurft að fá undirskriftir fólks með því að þeir, eða aðrir á þeirra vegum, hitti meðmælendur sína í persónu.

Málið er tekið upp að beiðni Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ástæða þessa er kórónuveirufaraldurinn en hún segist þó myndu vilja að breytingin væri komin til að vera.

„Þetta er auðvitað nauðsynlegt vegna samkomubanns og annarra tilmæla sem við höfum og mjög eðlilegt að taka slík framfaraskref vegna stöðunnar,“ segir Áslaug. Engar frekari breytingar á lögunum eru til skoðunar að sögn Áslaugar sem sér þó fyrir sér að leggja fram breytingar á ýmsum lögum er snerta rafræna þjónustu. ragnhildur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert