Engin ný smit í sjö sólarhringa

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví er 31 og fækkar því um sjö frá í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í fjórðungnum. Enn sé beðið niðurstöðu úr þeim fimmtán hundruð sýnum sem tekin voru á Austurlandi um helgina og á mánudag. Þær verði kynntar um leið og þær berast.

Aðgerðastjórnin vekur athygli á að þótt tölur séu jákvæðar og þróunin í rétta átt er mikilvægt að halda vöku sinni og fylgja leiðbeiningum í hvívetna.

„Ekki síst nú um páskana. Í því felst meðal annars að halda sig heima og virða tveggja metra regluna og samkomubann. Förum varlega, gætum að okkur og komumst í gegnum þetta saman.“

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir