Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjaness hefur staðfest framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur …
Héraðsdómur Reykjaness hefur staðfest framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur réttarstöðu grunaðs vegna andláts eiginkonu hans. mbl.is/Eggert

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna andláts eiginkonu hans á heimili þeirra hefur verið framlengt til 15. apríl, eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl, eða síðan krufning á líki eiginkonu hans leiddi í ljós að líklegt væri að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Konan hafði látist 28. mars á heimili þeirra í Sandgerði.

Þetta er annað tveggja and­láta sem lög­regl­an hef­ur til rann­sókn­ar þar sem grun­ur er um heimil­isof­beldi. Karl­maður á þrítugs­aldri var á mánu­dags­kvöld úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 17. apríl vegna rann­sókn­ar á and­láti konu á sex­tugs­aldri í Hafnar­f­irði aðfaranótt mánu­dags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert