Komið verður til móts við viðskiptavini

Bílatryggingar eru að gefa eftir.
Bílatryggingar eru að gefa eftir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Misjafnt er hvernig stóru tryggingafélögin þrjú, VÍS, TM og Vörður, hyggjast bregðast við útspili Sjóvár nú um helgina. Hefur síðastnefnda félagið ákveðið að lækka iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí. Í tilkynningu frá Sjóvá var ástæðan sögð vera umtalsvert minni umferð í kjölfar samkomubanns vegna kórónuveirunnar, sem jafnframt skilaði sér í færri tjónum.

Aðspurður segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, að fyrirtækið muni einblína á að aðstoða viðskiptavini sem lenda í greiðsluerfiðleikum. Þá sé umfang greiðsluvandans ekki að fullu komið fram. „Á þessum tímapunkti leggjum við höfuðáherslu á að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar sem ástandið bitnar verst á og lenda mögulega í greiðsluerfiðleikum. Í því felst t.a.m. að veita viðskiptavinum okkar greiðslufresti, þeim að kostnaðarlausu. Þetta úrræði gildir fyrir alla viðskiptavini okkar, einstaklinga og fyrirtæki. Úrræðið gildir einnig fyrir allar tryggingarnar,“ segir Helgi.

Svipað er upp á teningnum hjá TM að sögn Kjartans Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM. „Við erum núna að aðstoða þá viðskiptavini okkar sem þurfa á aðstoð að halda. Það er forgangsmál núna. Þegar óvissunni léttir og við getum metið heildaráhrifin verður ákveðið hvernig koma á til móts við viðskiptavini.“

Ólíkt VÍS og TM ráðgerir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, að fyrirtækið muni bregðast við á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »