Lítil bílaumferð komin í jafnvægi

Fáir á ferli. Miklabraut til vesturs.
Fáir á ferli. Miklabraut til vesturs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórfelldur samdráttur í bílaumferðinni á höfuðborgarsvæðinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, virðist nú hafa hægt verulega á sér eða jafnvel stöðvast á undanförnum dögum.

Í umfjöllun Vegagerðarinnar um nýjustu tölur úr mælisniðum kemur fram að umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti hafa náð einhvers konar jafnvægi. Umferðin hafi dregist gríðarlega saman miðað við seinasta ár en samdrátturinn í seinustu viku sé sá sami og í vikunni á undan. Þetta má sjá á öllum mælisniðunum þremur sem sýna umferðarþungann þar sem hægt hefur á samdrættinum í bílaumferðinni.

Í seinustu viku var samdrátturinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hutfallslega nokkurn veginn sá sami og í vikunni á undan borið saman við sömu vikur í fyrra eða í kringum 39%.

„Umferð á Hafnarfjarðarvegi dregst langmest saman í viku 14 [seinustu viku] eða um tæplega 48% en minnst á Reykjanesbraut eða um tæp 34%,“ segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku dróst umferðin saman í seinustu viku um rúm 36% frá því sem var sömu viku á seinasta ári. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »