Lögreglan öflug um páskana

Selfoss. Ekið yfir Ölfusárbrúna.
Selfoss. Ekið yfir Ölfusárbrúna. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi mun halda uppi öflugu eftirliti um páskana. Slíkt helst í hendur við tilmæli almannavarna um að fólki haldi sig heima þessa daga, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.

Með eftirliti til dæmis úti á þjóðvegum er reynt að halda hraðakstri í skefjum sem og sporna gegn ölvunarakstri, en slys af þeim orsökum eru vel þekkt vandamál. Meðal annars mun lögreglan beina sjónum að uppsveitum Árnessýslu, þar sem eru þúsundir sumarhúsa hvar vinsælt er yfirleitt að dvelja um páska.

„Slys myndu skapa aukið álag á heilbrigðiskerfið, sem nóg er fyrir af öðrum ástæðum. Við munum því ekkert gefa eftir í löggæslunni, þrátt fyrir að mun færri séu á ferðinni nú en áður,“ segir Oddur. Nefnir því til staðfestingar að í síðustu viku hafi Suðurlandslögreglan tekið 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur – en algeng vikutala sé 60-100.

„Fólk tekur vel í þau tilmæli að fara sér hægt meðan kórónuveirufaraldurinn og samkomubann standa yfir. Langflestir eru með í liðinu og slíkt hefur gert róðurinn auðveldari,“ segir Oddur sem býst við að lögreglulið annars staðar á landinu standi að með svipuðu móti og nú gerist á Suðurlandi. Eftirlitið verði öflugt með það fyrir augum að álag á innviði samfélagsins aukist ekki.

Oddur Árnason yfirlögregluþjónn Selfoss.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert