Matur fyrir harðasta kjarnann

Svanur Gunnarsson er nánast búinn að loka Litlu kaffistofunni.
Svanur Gunnarsson er nánast búinn að loka Litlu kaffistofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferð á Suðurlandvegi hefur dregist svo mikið saman að undanförnu að Svanur Gunnarsson, veitingamaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni, er búinn að loka staðnum fyrir öðrum en harðasta kjarna viðskiptavina sinna.

„Vegna smithættu þótti okkur varlegast að loka, en svo var salan alveg dottin niður. Smurða brauðið fór bara í ruslið,“ segir Svanur. Þau Katrín Hjálmarsdóttir kona hans eru þó með opið í hádeginu fyrir fasta viðskiptavini sem koma í mat; svo sem snjóruðningsmenn sem eru á ferðinni, vörubílstjóra og fleiri slíka.

„Kjúklingur og hamborgarar í dag og næst fær mannskapurinn fisk,“ segir Svanur, sem tekur 20 manns inn í einu. Fólk situr dreift um kaffistofuna; húsið við veginn sem er vinsæll viðkomustaður. „Við opnum fyrir almenningi aftur um leið og samkomubanninu lýkur. Þessi ósköp ganga yfir eins og annað,“ segir Svanur sem með sínu fólki hefur staðið vaktina í Litlu kaffistofunni síðan í nóvember 2016. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert