Starfsmaður Sóltúns greindist með smit

Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hefur greinst með kórónuveirusmit í slembiúrtaki. Starfsmenn smitrakningardeildar almannavarna létu vita af þessu í dag. Þetta kemur fram á vef Sóltúns og tekið fram að unnið sé að smitrakningu.

Þá segir að tvö sambýli á þriðju hæð D og E hafi verið sett í sóttkví næstu tvær vikur í forvarnarskyni og aðstandendum íbúa þar hafi verið gert viðvart.

Ennfremur segir að alls hafi þrír starfsmenn Sóltúns greinst með smit frá upphafi faraldurs, en enginn íbúi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert