Þriðjungur vann heima

Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu …
Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands á fjórða ársfjórðungi 2019 unnu alls 33,3% launamanna á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. 

Fjarvinna heima tekur aðeins til vinnu sem tengist aðalstarfi einstaklinga en ekki til heimilisstarfa eða annarra starfa heima við.

Launamenn sem unnu aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima voru 4,1% en 29,2% launamanna unnu stundum í fjarvinnu. Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar sýna að fjarvinna er árstíðabundin, en hún er alla jafna minnst yfir sumartímann. Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir.

Kjörnir fulltrúar, æðstu embættismenn og stjórnendur vinna hlutfallslega oftar störf sín í fjarvinnu að heiman en aðrar starfsstéttir. Á fjórða ársfjórðungi 2019 sögðust 57,3% þeirra vinna störf sín í fjarvinnu að heiman. Næstir komu sérfræðingar, en 53,3% þeirra sögðust vinna störf sín í fjarvinnu. Hlutfall tækna og annars sérmenntaðs starfsfólks var 38,4%. Aðrar starfsstéttir voru mun ólíklegri til að vinna störf sín í fjarvinnu eða um 10,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert