17 ára undir stýri og með fíkniefni

Tveir menn í annarlegu ástandi sögðust smitaðir af kórónaveirunni þegar …
Tveir menn í annarlegu ástandi sögðust smitaðir af kórónaveirunni þegar lögreglan handtók þá. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni og farþega bifreiðar í Kópavogi um klukkan hálfþrjú í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum og farþeginn grunaður um vörslu fíkniefna. Báðir eru þeir 17 ára gamlir. Málið var unnið með aðkomu foreldra og barnaverndarnefndar.

Tveir menn í annarlegu ástandi sem lögreglan hafði afskipti af sögðust vera smitaðir af kórónuveirunni. Annar þeirra, sem lögreglan vistaði í fangageymslu sökum ástands, dró það síðar til baka. Sá var ofurölvi í hverfi 105.

Hinn maðurinn var handtekinn í hverfi 101 um hálftvö og er grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur og brot á vopnalögum. Hann sýndi engin merki um smit og ekkert skráð.

Ofurölvi kona í hverfi 110 var handtekin og gisti hún í fangageymslu. 

Þá voru tveir ökumenn til viðbótar handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert