17 tonn af lækningabúnaði komin til landsins

Vél af gerðinni Boeing 767-300 flutti varninginn til landsins, en …
Vél af gerðinni Boeing 767-300 flutti varninginn til landsins, en sérstakt leyfi fékkst frá yfirvöldum til að nota farþegarými vélarinnar undir frakt. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Icelandair lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í kvöld með 17 tonn af lækningabúnaði frá Sjanghæ í Kína. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Um var að ræða leiguflug á veg­um Icelanda­ir Cargo og Loft­leiða Icelandic í sam­starfi við aðila í heil­brigðis­geir­an­um á Íslandi og DB Schen­ker. Vélin lagði af stað um hádegisbil í gær til Sjanghæ og tók ferðalagið rúmar 12 klukkustundir. Stoppað var í borginni í sjö tíma meðan vélin var fermd, en ferðalagið heim tók 13 og hálfa klukkustund. Ell­efu manna áhöfn var í flug­inu: sex flug­menn, þrír hlaðmenn og tveir flug­virkj­ar.

Að sögn Ásdísar gekk ferðalagið vel þrátt fyrir að um langt flug væri að ræða.

mbl.is