50.000 á skrá

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi í aprílmánuði geti orðið allt að 16% og hafa núna um 50 þúsund einstaklingar sótt um að fá greiddar atvinnuleysisbætur eða hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli.

Þetta er fjölgun úr um 35 þúsund manns sem skráðu sig á atvinnuleysisskrá eða sóttu um bætur á móti skertu starfshlutfalli í marsmánuði.

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar er talið að atvinnuleysið hafi farið upp í 8,5-9% í seinasta mánuði og miðað við fjölda umsókna er útlit fyrir að skráð atvinnuleysi verði allt að 16% í apríl. Þeir einstaklingar sem hafa misst vinnuna og skráð sig á almennu atvinnuleysisskrána eru núna um 16 þúsund talsins og hefur fjölgað um sex þúsund frá því í lok febrúar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert