Áætluð lending um kvöldmatarleytið

Icelandair fraktflutningavél flaug til Sjanghæ til að sækja lækningavörur.
Icelandair fraktflutningavél flaug til Sjanghæ til að sækja lækningavörur. Ljósmynd/Aðsend

Allt hefur hingað til gengið eftir í áætlun flugvélar Icelandair sem sækir um 17 tonn af lækningavörum í Kína, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 

„Allt hefur gengið vel og það er gert ráð fyrir að hún lendi um kvöldmatarleytið í kvöld,“ segir Ásdís. Eins og gert hafði verið ráð fyrir tók vélin á loft í gærmorgun og flaug til Sjanghæ í Kína. Í fluginu er ellefu manna áhöfn; sex flug­menn, þrír hlaðmenn og tveir flug­virkj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert