Ennþá bið eftir betri tíð

Starrar á flugi. Veik lægð er væntanleg upp að Suðvesturlandi …
Starrar á flugi. Veik lægð er væntanleg upp að Suðvesturlandi á morgun mbl.is/Ómar Óskarsson

Veðrið um páskana verður meinlaust miðað við það sem hefur verið hingað til á þessu ári, en þó engin bongóblíða. Vorið er því ekki alveg komið ennþá en það er rétt að byrja.

„Þetta er svona allt í rétta átt,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið um páskaveðrið í ár.

Ágætisveður verður víða um land í dag, hægur vindur og búast má við sól á Norðurlandi en úrkomu á Suðvesturlandi. Það verður frekar svalt og hitinn á bilinu 0 til 7 gráður, en í kvöld verður hitinn um frostmark um allt land.

Veik lægð er væntanleg upp að Suðvesturlandi á morgun með austanstrekkingi og rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður bjart og hægari vindur á Norður- og Austurlandi.

Um helgina snýst þetta við að einhverju leyti þegar það byrjar að rofa til á Suður- og Suðvesturlandi en fyrir norðan má búast við éljum um kvöldið. Hæglætisveður er svo í kortunum á sjálfan páskadag en fremur svalt og skýjað með köflum.

Það er svo von á aðeins betri tíð eftir helgi, á mánudag og þriðjudag, með hlýindum og búast má við vorblíðu á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýindunum fylgir þó rigning á Suður- og Vesturlandi. thor@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »