Fyrsta skrefið ekki tekið fyrir 4. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna í dag. Gylfi Ólafsson, …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna í dag. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, fylgist með á skjánum. Ljósmynd/Lögreglan

„Það er ekkert annað í spilunum nú en að fyrstu aðgerðir hefjist eftir 4. maí.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna spurður út í það hvernig samkomubanni og öðrum takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar verður aflétt. Ekki komi til greina að slaka á aðgerðum fyrir þann tíma.

Líkt og fram hefur komið, verður banninu aflétt í nokkrum áföngum og verður það gert í öfugri röð miðað við hvernig bannið var sett á. Verða þá sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleiri fyrirtæki opnuð, og væntanlega slakað á fjöldatakmörkunum á samkomum.

Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá í gær kom fram að stofnunin teldi ekki tíma­bært að huga að til­slök­un­um aðgerða vegna út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, þrátt fyr­ir að já­kvæð teikn séu á lofti víða í álfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert