Hefja skimun almennings á Ísafirði eftir páska

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á …
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hittist um helgina og meðal annars leggur mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Eins og staðan er núna mega ekki fleiri en fimm koma saman á norðanverðum Vestfjörðum og skólar eru lokaðir, segir enn fremur í fréttinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert