Ný vefsíða Hugrúnar geðfræðslufélags

Af nýrri vefsíðu Hugrúnar geðfræðslufélags.
Af nýrri vefsíðu Hugrúnar geðfræðslufélags. Skjáskot

Ný og endurbætt vefsíða Hugrúnar geðfræðslufélags fór í loftið á dögunum, en þar er hægt að nálgast upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði auk leiðbeininga um hvernig má ræða þessi mál við ungt fólk. 

„Nú sem aldrei fyrr er sérlega mikilvægt að hlúa að geðheilsu, þekkja helstu einkenni raskana og vita hvernig á að bregðast við. Mikilvægt er því að upplýsingar á síðunni nái til sem flestra,“ segir í tilkynningu, en vefsíðan er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

View this post on Instagram

GEDFRAEDSLA.IS // english // polski
Þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga er oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á Íslandi, á öðrum tungumálum en íslensku. Á gedfraedsla.is má finna upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði og er allt efni á síðunni aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. 
Geðfræðsla eykur vitneskju um geðheilsu og geðræn vandamál og getur dregið úr fordómum. Geðfræðsla getur aukið líkur á því að fólk leiti sér aðstoðar og dregið úr alvarleika vandans. 💪🏻💕🧠 Despite the large number of immigrants in Iceland, it is often difficult to access reliable information on mental health and resources in Iceland in languages ​​other than Icelandic. At gedfraedsla.is, you can find information on mental health, mental disorders and resources and all the content on the site is available in Icelandic, English and Polish. Psychiatric education increases the awareness of mental health and mental health problems and can reduce prejudice. Psychiatric education can increase the likelihood that people will seek help and reduce the severity of the problem. 💪🏻💕🧠 Pomimo dużej liczby imigrantów w Islandii często trudno jest uzyskać wiarygodne informacje na temat zdrowia psychicznego i dostępnych w tym kraju zasobów, w języku innym niż islandzki. Na stronie gedfraedsla.is można znaleźć informacje na temat zdrowia psychicznego, zaburzeń psychicznych i wiele zasobów, a cała zawartość witryny jest dostępna w języku islandzkim, angielskim i polskim. Edukacja psychiatryczna zwiększa świadomość na temat zdrowia psychicznego i problemów ze zdrowiem psychicznym i może zmniejszyć uprzedzenia. Edukacja psychiatryczna może zwiększyć prawdopodobieństwo, że ludzie będą szukać pomocy i zmniejszyć nasilenie problemu.

A post shared by Hugrún - geðfræðslufélag (@gedfraedsla) on Apr 8, 2020 at 6:00am PDT

Í tilefni af opnun vefsíðunnar gedfraedsla.is vilja Hugrún geðfræðslufélag háskólanema, Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra framhaldsskólanema biðla til foreldra og forráðamanna að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna þeim einkenni helstu geðraskana og þau úrræði sem standa til boða á Íslandi.

Skilaboðin eru skýr: Verum huguð og ræðum um geðheilsu! Til að stuðla að bættri geðheilsu ungmenna á Íslandi er nauðsynlegt að opin umræða sé um geðheilsu heima fyrir auk þess sem tryggja þarf formlega geðfræðslu í skólum.“

Á gedfraedsla.is er hægt að nálgast upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Hluti síðunnar er tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og þar eru leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni um þessi mál með markvissum hætti og veita þeim geðfræðslu. Slík fræðsla er mikilvæg fyrir ungt fólk og í samfélaginu almennt. Hún getur aukið vitneskju, dregið úr fordómum, dregið úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta þegar þau upplifa andlega erfiðleika. Hugrún geðfræðslufélag hvetur til opinnar umræðu og þess að fólk nýti leiðbeiningarnar til að veita ungmennum geðfræðslu.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman