Reykjanesbær framkvæmir fyrir 3,2 milljarða á árinu

Unnið er að því að fjölga störfum í Reykjanesbæ.
Unnið er að því að fjölga störfum í Reykjanesbæ.

Reykjanesbær mun samanlagt framkvæma fyrir rúma 3,2 milljarða á árinu. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær, 8. apríl, var samþykkt að fela bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins til þess að auka framkvæmdir um 460 miljónir króna, þannig að heildaráætlunin verði 1.160 milljónir króna. Þetta eru aðgerðir sem ákveðið var að fara í vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslíf sveitarfélagsins, að því er segir í tilkynningu. 

Þegar stendur Reykjanesbær í framkvæmdum við Stapaskóla upp á tvo milljarða króna og hönnun nýs hjúkrunarheimilis fyrir 70 miljónir króna.

„Viðbrögðin miðast við að fjölga störfum eins og hægt er, með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi og ekki síður að vernda önnur störf í atvinnulífi svæðisins,“ segir ennfremur í tilkynningu. Samþykktar voru „breytingar á fjárfestingaráætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2020. Breytingarnar felast í því að mannaflsfrek verkefni eru sett í forgang og dregið úr öðrum sem ekki hafa jafn mikil jákvæð áhrif á atvinnumarkað“.

Búist er við að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði yfir 24% í apríl.

Frekari aðgerðir sem Reykjanesbær fer í eru meðal annars: að lækka leikskólagjöld í hlutfalli við notkun, gjald í frístund lækkar í hlutfalli við notkun, nemendum í grunnskólum tryggður ókeypis skólamatur, ógreidd fasteignagjöld einstaklinga í febrúar og mars af íbúðarhúsnæði verða ekki send í milliinnheimtu að svo stöddu en þess vænst að þeir greiði áfram sem geta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert