Vilja „hringavitleysu“ burt af Laugavegi

Mjög hefur dregið úr umferð fólks um Laugaveg sl. vikur. …
Mjög hefur dregið úr umferð fólks um Laugaveg sl. vikur. Myndin er tekin um miðjan dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupmenn sem Morgunblaðið setti sig í samband við í gær sögðu allir þörf á því að gera Laugaveg að einstefnugötu á ný. Slíkt myndi auka líkurnar á komum fólks þangað, en kórónuveiran og aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu hennar hafa gjörbreytt ásýnd og verslun við götuna. Þar sem eitt sinn var fjöl­breytt mann­líf og ferðamenn í hóp­um eru nú fáir á ferli og auð bíla­stæði.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, tekur undir þessa skoðun og undr­ast að Reykjavík­ur­borg leggi sig ekki meira fram við að bæta aðgengi að versl­un­ar­göt­unni og auðvelda þannig kaup­mönn­um að ná til viðskipta­vina. Seg­ir hún borg­ina eiga að gera Lauga­veg að einstefnu á ný enda hafi einka­bíll­inn styrkt stöðu sína mjög nú þegar fólk forðast al­menn­ings­sam­göng­ur og fjöl­menni.

„Þegar borg­in sneri ein­stefn­unni á sín­um tíma var það hrein og klár ögr­un við kaup­menn. Og það sér ekki nokk­ur maður til­gang­inn með þess­ari aðgerð,“ segir Vigdís.

Einn þeirra kaupmanna sem rætt var við er Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju. „Það er fárán­legt að snúa göt­unni svona við nú þegar ástandið er eins og það er í þjóðfé­lag­inu. Auðvitað á að taka af þessa hringa­vit­leysu sem eng­inn botn­ar neitt í,“ seg­ir hann.

Hægt er að lesa umfjöllun um þetta í heild sinni á vefútgáfu Morgunblaðsins:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert