Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga undirritaðir

Frá undirritun samninga í dag. Nokkurs konar sjálfsfaðmlag kom í …
Frá undirritun samninga í dag. Nokkurs konar sjálfsfaðmlag kom í stað hefðbundinna handabanda. mbl.is/Íris

Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi um gerð kjarasamnings. Var hann undirritaður nú fyrir stundu. Samninganefndirnar hafa fundað stíft síðustu daga og setið á fundum í Karphúsinu frá því klukkan 13 í dag. 

Samningar hjúkrunarfræðinga við ríkið höfðu verið lausir frá því í mars á síðasta ári, en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara 21. febrúar í ár.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert