Jarðskjálfti við Grindavík

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð um 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í morgun og fannst skjálftinn vel í bænum.

Annar minni skjálfti varð á svipuðum slóðum um hálftíma fyrr.

Þó nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarið á Reykjanesskaga í tengslum við landris á svæðinu. Talið er að líklegasta skýringin á landrisinu sé kvikuinnskot sem myndast í jarðskorpunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert