„Við kusum hvort annað“

Frú Vigdís Finnbogadóttir segir að það hafi aldrei verið markmiðið …
Frú Vigdís Finnbogadóttir segir að það hafi aldrei verið markmiðið í sjálfu sér að vinna forsetakosningarnar, heldur einfaldlega að sanna að kona ætti fullt erindi í framboð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmislegt hefur verið ritað um kosningabaráttuna í forsetakjörinu 1980, sem stóð á milli Vigdísar Finnbogadóttur, Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara, Alberts Guðmundssonar alþingismanns og Péturs J. Thorsteinssonar sendiherra. 

Vig­dís verður níræð á miðviku­dag­inn og í Sunnu­dags­mogga er ævi henn­ar og fer­ill rak­inn í ítar­legu viðtali.

Það þótti fremur nýstárlegt að kona væri í framboði, og var ýmislegt tínt til í baráttunni, eins og gengur og gerist.

Vigdís segir þó að það sem standi upp úr við kosningabaráttuna sé hve frambjóðendurnir fjórir voru alla tíð miklir vinir. „Við héldum mikið hvert með öðru, og sérstaklega við Guðlaugur, sem var afar vænn maður. Ég komst að því reyndar, ekki fyrr en síðar, að við kusum hvort annað. Ég vildi láta hann verða forseta, því hann var svo mörgum kostum búinn,“ segir Vigdís og bætir við að það hafi aldrei verið markmiðið í sjálfu sér að vinna kosningarnar, heldur einfaldlega að sanna að kona ætti fullt erindi í framboð.

Hægt er að lesa viðtalið í Sunnudagsmogganum sem kom út í dag og hér á mbl.is í vefút­gáfu Morg­un­blaðsins:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert